ID: 14670
Fæðingarár : 1866
Dánarár : 1947
Elín Stefanía Kristjánsdóttir fæddist 26. nóvember, 1866 í S. Múlasýslu. Dáin á Gimli í Manitoba 13. október, 1947.
Maki: Tóbías Finnbogason f. 24. september, 1858 í Húnavatnssýslu, d. í Mervin í Saskatchewan 27. júlí, 1917.
Börn; 1. Elísabet f. 1889 2. Kristján f. 1894 3. Carl Herbert f. í Selkirk 9. ágúst, 1902.
Tóbías og Elín fluttu til Manitoba með Elísabetu og Kristján árið 1900 og settust að í Selkirk. Árið 1909 fluttu þau til Mervin í Saskatchewan þar sem Tóbías lést. Carl Herbert hefur þá líklega tekið við búinu því hann er skráður bóndi í Mervin 1917-1919. Gera má ráð fyrir að venslafólk Elínar hafi búið í Nýja Íslandi, annaðhvort Elísabet eða Kristján (kannski bæði) því hún deyr á Gimli.
