Elvin Ólafur Hannesson fæddist í Vatnabyggð í Saskatchewan 14. september, 1918. Kristjánsson vestra.
Maki: Margrét Sigrún Sigmar f. í Vatnabyggð 4. ágúst, 1924.
Börn: 1. Curtis Elvin Sigmar f. 14. febrúar, 1949 2. Ann Margaret f. 1951 3. Tannis Kristine f. 25. janúar, 1954 4. Lora Sigrún Ethel f. 24. janúar, 1962.
Elvin var sonur Hannesar Kristjánssonar og Kristínar Ingibjargar Ólafsdóttur, landnema í Vatnabyggð. Margrét var dóttir Ólafs Jónssonar Vopna og Stefaníu Ingibjargar Árnadóttur sem vestur fluttu árið 1893. Elvin gekk í barna- og unglingaskóla í Mountain og stundaði háskólanám í N. Dakota og Washington. Vann hjá Pacific Inter Mountain Express í Oakland í Kaliforníu og varð fórstjóri útibús sama fyrirtækis í ríkjum í austanverðum Bandaríkjunum árið 1969.
