ID: 7609
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Engilráð Jónsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1883.
Maki: Páll Gíslason f. í Shawano sýslu í Wisconsin 1879. Paul Dalman vestra.
Börn: 1. Paul f. 1906 2. Margaret f. 1909 3. Alma f. 1914.
Engilráð var dóttir Jóns Markússonar og Margrétar Jóhannsdóttur sem fluttu vestur til Winnipeg úr Skagafirði árið 1888. Páll var sonur Gísla Jónssonar og Karólínu Jónsdóttur sem vestur fluttu árið 1873 og settust að í Wisconsin. Þau voru landnámsmenn í nýlendu séra Páls Þorlákssonar í Shawano sýslu árið 1876 en fluttu þaðan til N. Dakota árið 1880. Leiðin lá þaðan til Winnipeg og þar bjó Páll alla tíð. Árið 1916 bjuggu þau á 854 Banning St. í Winnipeg og bjó þá Karólína, móðir Páls hjá þeim. Þar voru þá einnig búsettir foreldrar Engilráðar.
