
Séra Eric H Sigmar Mynd VÍÆ 1.
Eric Halfdán Haraldsson fæddist 12. júní, 1922 í Wynyard í Saskatchewan. Rev. Eric H Sigmar vestra
Maki: 14. júní, 1951 Lillian Svava Pálsson f. 6. desember, 1930.
Börn: 1. Elynne Svava f. 31. janúar, 1955 2. Eric Halfdan William f. 4. júlí, 1956 3. Signý June f. 12. febrúar, 1958.
Eric var sonur séra Haralds Sigmar og Önnu Margrethe Thorlakson. Hann ólst upp hj+a foreldrum sínum í Vatnabyggð árin 1922-1926 og svo í Mountain, N.Dakota 1926-1940. Árið 1942 var hann í námi í University of N. Dakota, 1944 í Gettysburg College og Philadelphia Lutheran Seminary 1946. Hann fór svo til Íslands og var við nám í Háskóla Íslands 1953-1954 og í Lundi 1954. Hann var vígður prestur og þjónaði fyrst í Argylebyggð í Manitoba árin 1947-51, Hallgrímssöfnuði í Seattle, Washington 1951-55. Þjónaði loks St. Stephen´s söfnuði í St. James í Winnipeg frá 1955. Hann var forset Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi frá 1956 og ritari félagsins 1951-56.