Erlendur Árnason fæddist 11. ágúst, 1844 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Salt Lake City 12. september, 1918. Erlundur í Utah.
Maki: 1. Jóhanna Jónsdóttir f. 10. mars, 1856. Þau skildu. 2) 19. ágúst, 1893 Katrín Jónsdóttir f. 4. apríl, 1867 í Dalasýslu, d. 17. janúar, 1944 í Blaine, Washington. Þau slitu samvistir.
Börn: Með Jóhönnu 1. Árni Júlíus (Autna Julius) 2. Steinunn (Stana). Með Katrínu 1. Katrín 2. Elín 3. Olga 4. Kornelía 5. Jón.
Erlendur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og settist að í Nýja Íslandi. Flutti þaðan til N. Dakota en um 1880 fór hann til Utah og bjó í Spanish Fork. Hann lærði gullsmíði og skrautskrift. Eftir skilnaðinn við Jóhönnu flutti hann til Scofield og Winter Quarters í Carbon sýslu þar sem hann vann við námugröft. Sneri aftur þaðan til Spanish Fork og bjó þar með Katrínu. Endaði svo einsamall í Salt Lake City.
