ID: 6666
Fæðingarár : 1838
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1921
Erlendur Ólafsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1838. Dáinn í N. Dakota 15. desember, 1921.
Maki: 1. Ingibjörg Jóhannesdóttir f. árið 1838. 2) Halldóra Magnúsdóttir f. í Snæfellsnessýslu árið 1851.
Börn: Með Halldóru 1. Jóhannes 2. Ingibjörg 3. Sigrún 4. Óli Valdemar 5. Dóra Margrét. Ingibjörg átti frá fyrra hjónabandi soninn Andrés Bjarnason betur þekktur í Winnipeg sem Andres Freeman.
Erlendur fór vestur til Kinmount í Ontario árið 1874 og dvaldi þar fram á mitt næsta ár. Flutti þá til Nýja Íslands með Ingibjörgu og son hennar Andrés. Árið 1879 fluttu þau til Winnipeg þar sem þau bjuggu í eitt ár en þá lá leiðin í Pembinabyggð í N. Dakota.
