
Sesselja Jóhannsdóttir Mynd A Century Unfolds

Eyvindur Jónasson Mynd A Century Unfolds
Eyvindur Jónasson: Fæddur í Dalasýslu 22.mars, 1858. Dáinn 26. nóvember, 1940 í Riverton. Tók nafni Doll í Vesturheimi.
Maki: 1) 1886 Elínborg Elíasdóttir, f. 1865, d. 9. desember 1902 2) 1905 Sesselja Jóhannsdóttir f. 10. desember, 1881 í Eyjafjarðarsýslu, d. 18. janúar, 1937.
Börn: Með Sesselju 1. Jónas f. 12. apríl, 1906, d. 17. október, 1937 2. Egilsína Guðlaug f. 26. september, 1908, d. 9. nóvember, 1934. Hún var móðir Marjorie sem giftist Ted Arnason, bæjarstjóra á Gimli 3. Elínborg Guðrún f. 5. nóvember, 1910 4. Páll Lindberg f. 9. maí, 1913 5. Jónína Sigríður f. 8. september, 1915, d. 23. maí, 1940 6. Jóhann Kristinn dó á barnsaldri 8. október, 1909. Ólína Steinsdóttir f. 12. ágúst, 1904 í Fljótsbyggð var dóttir Sesselju og Steins Runólfssonar. Ættleidd af Jóni Pálssyni og konu hans Kristínu í Nýja Íslandi.
Eyvindur flutti vestur árið 1881, bjó um skeið í Mikley en flutti árið 1907 á land sitt í Víðir- og Sandhæðabyggð. Bjó þar í 5 ár en flutti þá til Winnipeg þar sem þau bjuggu í tvö ár. Þaðan lá svo leiðin norður á ný árið 1914 og nú til Riverton.
