Finnbogi Þorgilsson

ID: 3565
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Hnappadalssýsla
Dánarár : 1931

Finnbogi Þorgilsson og Málmfríður Jónsdóttir MyndWtW

Finnbogi Þorgilsson fæddist í Hnappadalssýslu árið 1866.  Dáinn 9. nóvember, 1831 í Lundarbyggð. Thorgilson vestra.

Maki: 11. nóvember, 1890 Málmfríður Jónsdóttir f. í Dalasýslu 13. september, 1873, d. 8. janúar, 1965.

Börn: 1. Kristín d. 27. september, 1965 2. Óskar Jóhann f. 1896 3. Jón Hannes 4. Albert d. 11. júní, 1979 5. Ásta Evelyn f. 17. janúar, 1904 6. Þorgils Valdimar f. 28. janúar, 1906 7. Finnbogi Norman 8. Málmfríður Emilía 9. Bjarnrún Sigurlín.

Finnbogi fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 með foreldrum sínum, Þorgils Árnasyni og Jóhönnu Narfadóttur og systkinum. Þau bjuggu í Winnipeg nokkur ár en fluttu því næst í Lundarbyggð og námu land í héraði sem kallað var Síbería. Þau yfirgáfu það land vegna flóða og fluttu nær Manitobavatni. Voru þar einhver ár en fóru þaðan til Winnipeg þar sem Finnbogi vann við smíðar með bræðrum sínum. Um aldamótin fóru þau aftur í Lundarbyggð og námu land nærri Vestfold.