
Fjóla Magnúsdóttir Mynd VÍÆ III
Fjóla Magnúsdóttir fæddist 13. september, 1901 í Lundarbyggð í Manitoba.
Maki: Páll Björnsson f. í Borgarfirði eystri í N. Múlasýslu 28. janúar, 1884, d. í Lundarbyggð árið 1953. Paul Johnson vestra.
Börn: 1. Margrét Guðrún f. 1927 2. Paul Edward f. 1929 3. Donald Kenneth f. 1935 4. Cyril Leon f. 1938.
Fjóla var dóttir Magnúsar Kristjánssonar og Margrétar Daníelsdóttur í Lundarbyggð. Páll flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum, Birni Jónssyni og Guðrúnu Pálsdóttur sem námu land í Lundarbyggð. Þar ólst Páll upp og þegar aldur leyfði nam hann land með bróður sínum Jóni, reistu á því veglegt hús sem þeir nefndu Hofteig. Þar bjó Páll í ellefu ár en flutti þaðan í þorpið Lundar og opnaði hesthús og seinna rak hann þar flutningafyrirtæki. Fjóla var dóttir Magnúsar Kristjánssonar og Margrétar Daníelsdóttur.
