Framar Jónsson

ID: 20184
Fæðingarár : 1883
Dánarár : 1956

Framar Jónsson Mynd VÍÆ 5

Framar Jónsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 23. maí, 1883. Dáinn við Vogar í Manitoba 22. febrúar, 1956. Eyford vestra.

Maki: 1906 Baldrún Jörundsdóttir f. 9. október, 1886, d. 23. september, 1936.

Börn: 1. Stefanía Anna f. 6. febrúar, 1908, d. 23. ágúst, 1981 2. Jörundur Árni f. 2. ágúst, 1910 3. Stefanía Grace f. 31. ágúst, 1913 4. Jónasína Kristjana Sigurlaug f. 17. september, 1915 5. Olga Þórhildur f. 18. febrúar, 1917 6. Haraldur Framar f. 16. ágúst, 1918 7. Ragnheiður Lovísa f. 13. júní, 1920 8. Lárus Sigurður f. 2. júní, 1922,d. 9. janúar, 1961 9. Baldur Ragnar f. 15. mars, 1926 10. Guðmundur Franklin Ellis f. 14. júlí, 1930. Framar átti dóttur fyrir hjónaband. Lára f. 12. janúar, 1902, d. 21. febrúar, 1983. Móðir hennar hét Halldóra Jóhannsdóttir.

Framar fór til Vesturheims árið 1903 og settist að í Manitoba. Hann vann hjá bændum í fyrst, stundað seinna verslunarstörf uns hann nam land í Siglunesbyggð árið 1908. Bjó þar um skeið en flutti svo nær Vogum þar sem hann bjó til æviloka. Baldrún var dóttir Jörundar Sigurbjörnssonar og Önnu Jónasdóttur, sem vestur fluttu frá Húsavík árið 1893 og voru fyrst í Mountain í N. Dakota. Jörundur var fyrstur til að nema land á Siglunesi við Manitobavatn og mun hafa gefið tanganum nafnið.