ID: 5511
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1930

Friðrik Bjarnason Mynd SÍND

Mildfríður Árnadóttir Mynd SÍND
Friðrik Bjarnason fæddist í Húnavatnssýslu 3.júlí, 1851.
Maki: Mildfríður Árnadóttir f. 1850 í Húnavatnssýslu, d. 1911 í Saskatchewan.
Börn: 1. Jakob 2. Hjörtur 3. Bjarni f.20. júlí, 1881, d. 4. júlí, 1946 4. Elinborg 5. Sigurður f. 1890, d. 1949 6. Árni Leví.
Friðrik og Mildfríður fóru á sama skipi vestur til Ontario í Kanada árið 1874. Bjuggu þar í Kinmount í eitt ár en fóru þaðan til Nýja Íslands árið 1875. Árið 1879 fluttu þá til N. Dakota og námu land í Pembinafjöllum. Þau fluttu þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906 og settust að á landi sem Bjarni, sonur þeirra hafði valið árið áður. Það land var austan við Wynyard.