
Gísli Benediktsson Mynd VÍÆ I

Guðrún S. Pálsdóttir Mynd VÍÆ I
Gísli Benediktsson fæddist 2. febrúar, 1891 í S. Múlasýslu. Dáinn í Vatnabyggð árið 1979.
Maki: 15. ágúst, 1917 Guðrún Sigríður Pálsdóttir f. í Þórshöfn í Færeyjum 12. janúar, 1893. Runa Eyjolfson vestra.
Börn: 1. Lorne Erling f. 26. apríl, 1919 2. Benedikt Verne f. 28. maí, 1921.
Gísli flutti vestur til Kanada árið 1911 og settist að í Kandahar í Saskatchewan. Guðrún flutti vestur nýfædd með foreldrum sínum, Páli Eyjólfssyni og Jónínu Jónasdóttur árið 1893. Þau voru fyrst um sinn í Winnipeg, þaðan lá leiðin í Parkbyggð í N. Dakota. Árið 1904 fór Páll norður í Vatnabyggð og nam land austan við Kandahar og flutti þangað ári síðan. Þessi ákvörðun Páls leiddu til skilnaðar þeirra hjóna. Gísli þekkti til Páls og var það hans fyrsta verk að leita hann uppi í Vatnabyggð. Þangað flutti Guðrún svo árið 1916. Gísli og Guðrún bjuggu í Wynyard þar sem Gísli var kornkaupmaður.
