
Gísli Einar Magnússon Mynd Internet
Gísli Pétur Magnússon fæddist 8.júní, 1880 í Húnavatnssýslu. Dáinn 9. október, 1967.
Maki: 1) 1. ágúst, 1900 Þórdís Anna Rafnsdóttir f. 31. maí, 1879, d. 12. apríl, 1941 2) 20. ágúst, 1950 Steinunn Sigurbjörg Stefánsdóttir f. 1879 í S. Múlasýslu.
Börn: Með Þórdísi 1. Orianna Mable f. 1902 2. Parmes Leonard f. 1903 3. Florentina f. 1905, d. 1906 4. Emil Florintinus f. 1909 5. Marlin Joseph f. 1911 6. Aurora Rosalia f. 1915.
Gísli flutti til Vesturheims árið 1883 með foreldrum sínum, Magnúsi Guðlaugssyni og Hólmfríði Jónsdóttur. Þau settust að í Manitoba. Gísli lærði bókband og prentiðn. Hann rak prentsmiðju á Gimli , Maple Leaf Printing and Publishing Co. og gaf þar út fréttablöðin ,,Gimlungur“ og ,,Heimilisvinurinn“. Hann kom víðar við sögu, ,,The Weekly Observer“ var gefinn út í Ashern og ,,Dagrenning“ í Winnipeg. Síðustu árin bjó hann í Lundar þar sem hann prentaði og gaf út vikublað með syni sínum Marlin.

