Gróa Helgadóttir fæddist 4. ágúst, 1890 í Victoria í Bresku Kólumbíu, d. 19. mars, 1947.
Maki: 22. desember, 1913: Séra Kolbeinn Pétursson f. í Reykjavík 1. apríl, 1888.
Börn: 1. Leonard f. 10. janúar, 1915 2. Jónas f. 2. september, 1918 3. Dagrún Dorothy f. 23. janúar, 1921 4. Aleen Marjorie f. 15. apríl, 1924 5. Luther Helgi f. 28. júlí, 1931, öll fædd í Seattle 6. Daniel John f. Webster Groves, Missouri 14. febrúar, 1933.
Gróa var dóttir Helga Þorsteinssonar og Dagbjartar Dagbjartsdóttur sem vestur fluttu árið 1887 og settust að á Point Roberts árið 1894. Þangað kom Kolbeinn árið 1909 með fósturforeldrum sínum. Kolbeinn var sonur Péturs Guðmundssonar og Guðrúnar Jónasdóttur og ársgamall flutti hann með þeim í Svínadal í Húnavatnssýslu. Þar var hann tekinn í fóstur af Jóhannesi Sæmundssyni og Línbjörgu Ólafsdóttur og fór með þeim vestur til Winnipeg árið 1900.