Gróa Sigurðardóttir

ID: 6110
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1940

Gróa Sigurðardóttir Mynd Heimskringla

Gróa Sigurðardóttur fæddist árið 1864 í Húnavatnssýslu. Dáin árið 1940 í Manitoba.

Maki: 1. nóvember, 1892 Skafti Brynjólfur Brynjólfsson fæddist 29. október, 1860 í Húnavatnssýslu, d. í Winnipeg 21. desember, 1914.

Barnlaus.

Gróa flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1873 með foreldrum sínum, Sigurði Jóni Jóhannessyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur. Hún var með þeim í Marklandi í Nova Scotia árið 1875-1882 en þau fluttu þá til Winnipeg. Skafti flutti vestur til Kanada árið 1874 með foreldrum sínum, Brynjólfi Brynjólssyni og Þórunni Ólafsdóttur. Þau voru í Kinmount í Ontario fyrsta árið en haustið 1875 settust þau að í Marklandi í Nova Scotia. Þau fluttu þaðan til Duluth í Minnesota árið 1881 og þaðan lá leiðin í Pembina sýslu þar sem faðir hans nam land milli Mountain og Hallson.