Guðbjörg Guðbrandsdóttir

ID: 4113
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla

Systurnar frá Vatni: Frá vinstri Guðbjörg, Katrín, Kristín og Soffía. Fluttu allar vestur. Mynd Dalamenn

Guðbjörg Guðbrandsdóttir fæddist 22. maí, 1863 í Snæfellsnessýslu. Dáin um 1960 í Vancouver.

Maki: 1) Jón Jónsson fæddist 7. ágúst, 1856 í Dalasýslu. Dáinn í Winnipeg í Manitoba 30. apríl, 1904 2) Vigfús Jónsson Vopni f. í N. Múlasýslu árið 1872.

Börn: 1. Katrín, dó rétt ársgömul. 2. Sigþrúður Kristín Gísladóttir, fósturdóttir d. 18. ágúst, 1906 3. Karl Hansson, bróðursonur Guðbjargar.

Þau fluttu vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Bjuggu þar í tvö ár en námu þá land í Argylebyggð árið 1885. Fluttu þaðan árið 1890 í Þingvallabyggð í Saskatchewan þar sem þau bjuggu næstu þrjú árin hjá Guðbrandi, bróður Guðbjargar. Fluttu þá aftur til Winnipeg og bjuggu þar. Vann Jón þar við húsbyggingar. Lést í slysi þar í borg. Guðbjörg flutti þá vestur að Kyrrahafi þar sem hún kynntist Vigfúsi. Þau bjuggu síðast í Blaine í Washingtonríki.