Guðbjörg J Guðmundsdóttir

ID: 19138
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1954

Guðbjörg Jónína Guðmundsdóttir fæddist 12. janúar, 1864 í Strandasýslu. Dáin 27. febrúar, 1954.

Maki: 1885 Magnús Sigurbjörnsson f. 26. ágúst, 1857 í N. Múlasýslu, d. 9. október, 1944. Snowfield vestra.

Börn: 1. Hallfríður f. í Mountain 30. október, 1885 2. Guðmundur Gísli f. 25. nóvember, 1887 3. Magnús Jóhannes f. 3. mars, 1891 4. Guðný dó eftir fæðingu 5. Sigurbjörn f. 1. febrúar, 1894, d. 1918 6. Þórarinn Björn f. 1. nóvember, 1897 7. Friðbjörn f. 24. nóvember, 1900 8. Ellis Guðni f. 18. apríl, 1904, d. 14. september, 1955.

Magnús fór vestur með föður sínum og systur árið 1879 og dvaldi fyrsta árið í Ontario þar sem hann vann við járnbrautarlagningu. Flutti vestur í Thingvallabyggð í N. Dakota haustið 1880 og nam land nærri föður sínum stutt frá Mountain. Þar bjó hann til ársins 1899 en þá seldi hann og flutti á land skammt frá bænum Hannah norður við landamæri Kanada. Þar bjó hann til ársins 1925, flutti þá til Fargo. Guðbjörg var dóttir Guðmundar Sakaríassonar og Guðnýjar Tómasdóttur og var skráð með móður sinni í Þorpi í Fellssókn í Strandasýslu árið 1880. Óvíst hvaða ár hún flutti vestur, líklega 1882.