ID: 7315
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1931
Guðbrandur Gíslason fæddist í Dalasýslu 8. mars, 1854. Dáinn í N. Dakota 23. júlí, 1931. Brandur Johnson vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Fór vestur með föður sínum til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og þaðan til Nýja Íslands. Þeir fóru þaðan nokkrum árum síðar suður í Pambinabyggð í N. Dakota. Guðbrandur flutti seinna í þorpið Cavalier og bjó þar eftir það.
