Guðbrandur Narfason

ID: 2002
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1913

Guðbrandur Narfason og Anna M Eiríksdóttir Mynd AOT 1917

Guðbrandur Narfason fæddist í Gullbringusýslu 6. júlí, 1867. Dáinn 15. mars, 1913 í Saskatchewan.

Maki: Anna Margrét Eiríksdóttir fæddist í Árnessýslu 27. maí, 1869, d. 13. júní, 1913.

Börn: 1. Narfi f. f. 30. maí, 1891 2. Guðjón f. 22. ágúst, 1899 3. Haraldur 4. Ástríður 5. Helga 6. Theódóra 7. Viktoria 8. Margrét

Guðbrandur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum árið 1877. Þaðan fóru þau til N. Dakota og bjuggu þar um hríð en fluttu þaðan til Winnipeg árið 1884 þar sem þau bjuggu í tvö ár. Á þessum árum vann Guðbrandur við járnbraut. Hann flutti í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1886. Anna Margrét kom þangað með foreldrum sínum, Eiríki Ingimundarsyni og Gróu Ásbjarnardóttur árið 1887. Þau bjuggu á landi hans þar til ársins 1899 en þá fluttu þau í Vatnabyggð nærri Foam Lake.