Guðfinna Jóhannesdóttir

ID: 11747
Fæðingarár : 1842
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1930

Guðfinna Jóhannesdóttir Mynd FLNÍ

 Guðfinna Jóhannesdóttir fæddist 2. september, 1842 í S. Þingeyjarsýslu. Dáin 28. nóvember, 1930.

Maki: 1) 1864 Guðni Jónsson drukknaði árið 1868. 2) Sigurgeir Björnsson f. 20. september, 1848 í S. Þingeyjarsýslu, d. í N. Dakota 25. ágúst, 1920.

Börn: Með Guðna 1. Petrína f. 11. nóvember, 1865, d. 9. janúar, 1912 2. Guðný Stefanía, dó nýfædd. Með Sigurgeir 1. Jón Guðni f. 1871, d. 1876 2. Sigríður María f. 1873, d. 1876 3. Oddný Jóhanna f. 1875, d. 1877 4. Jóhannes f. 15. febrúar, 1880 5. Níels f. 1882, d. nýfæddur 6. Áróra (Aurora) f. 15. desember, 1883 7. Friðrikka f. 26. desember, 1884, d. í Seattle 14. nóvember, 1942 8. Jón f. 1886, d. nýfæddur 9. Aðalsteinn f. 22. nóvember, 1887.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og voru fyrsta árið á Gimli í Nýja Íslandi. Þau námu svo land í Víðirnesbyggð og nefndu það Grund. Fluttu þaðan í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1880. Með þeim vestur um haf fór Jóhannes Oddsson faðir Guðfinnu.