Guðjón Magnússon

ID: 18107
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1877
Dánarár : 1942

Guðjón Magnússon Mynd VÍÆ II

Guðjón Magnússon fæddist í Barrie, Ontario 15. september, 1877. Dáinn í Cypress River í Manitoba 7. júlí, 1942. Ruth vestra.

Maki: 1905 Guðrún Sigurðardóttir f. í Mýrasýslu 10. ágúst, 1874, d. í Winnipeg 24. maí, 1962.

Börn: 1. Roy Herbert f. í Winnipeg 21. janúar, 1907 2. Lawrence Alfred f. Cypress River í Manitoba 29. nóvember, 1908.

Guðjón var sonur Guðmundar Magnússonar og Helgu Jónsdóttur landnema í Manitoba. Þau voru fyrst í Ontario í þrjú ár, fluttu þaðan til Winnipeg þar sem þau bjuggu í 4 ár. Námu síðan land eftir 4 ár nærri Cypress River. Þar nam Guðjón seinna land og stækkaði landareign sína smám saman með kaupum uns hann átti 640 ekrur. Guðjón tók nafnið Ruth eins og faðir hans.