ID: 3622
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1913
Guðjónía Einarsdóttir fæddist 14. apríl, 1859 í Mýrasýslu. Dáin 13. október, 1913 í N. Dakota. Hnappdal vestra.
Maki: Sigfús Ólafsson f. 1836 í Eyjafjarðarsýslu d. 15. september, 1914.
Börn: 1. Sigfríður Elín f. 9. maí, 1884 2. Halla Sigríður f. 16. september, 1886 3. Jóna Ingiríður f. 18. apríl, 1897.
Guðjónína var dóttir Einars Jónssonar og Höllu Jónsdóttur úr Mýrasýslu. Einar fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og var í Kinmount fyrsta árið. Halla kom til Ontario 1876 með börn þeirra og þaðan lá leið fjölskyldunnar til Marklands í Nova Scotia. Þar bjuggu þau til ársins 1880, fluttu þá til Mountain í N. Dakota. Guðjúnía og Sigfús bjuggu í Hallson byggð..
