
Guðlaug Jónasdóttir Mynd VÍÆ II
Guðlaug Jónasdóttir fæddist í Baldur í Manitoba 2. júlí, 1893.
Maki: 2. júlí, 1917 George Jóhannesson f. 20. febrúar, 1891, í Winnipeg, d. 6. september, 1935.
Börn: 1. George Jónas f. 7. nóvember, 1918.
Guðlaug var dóttir Jónasar Helgasonar og Sigríðar Einarínu Sigurðardóttur sem vestur fluttu frá Vopnafirði árið 1888 og settust að í Argylebyggð í Manitoba. Foreldrar George voru Jónas Jóhannesson og Rósa Sigurbjörg Einarsdóttir sem fóru vestur árið 1888. Guðlaug ólst upp í Argylebyggð, gekk þar í grunnskóla og fór svo til Winnipeg í kvennaskóla. Þar lærði hún einnig á píanó og orgel, var um tvo áratugi orgelleikari í Grundarkirkju í Argyle. Hún flutti til Edmonton þar sem hún bjó fáein ár en þaðan lá svo leið hennar vestur til Vancouver. Alla tíð söng hún í kirkjukórum, fyrst í Argyle, svo Edmonton og loks í Vancouver. Kenndi nánast alla ævi í sunnudagaskólum.
