ID: 1958
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla

Guðnundur Daníelsson Mynd VÍÆ II
Guðmundur Daníelsson fæddist í Gullbringusýslu 26. júní, 1878. Guðmundur D. Grímsson vestra.
Maki: 29. júlí, 1909 Sigríður Jakobína Lárusdóttir f. 12. ágúst, 1876 í Húnavatnssýslu.
Börn: 1. Anna Sigríður f. 16. júní, 1910 2. Jón Vilberg f. 15. október, 1917.
Guðmundur fór vestur með foreldrum sínum, Daníel Grímssyni og Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1885. Þau bjuggu fyrst í Garðarbyggð en fluttu í Vatnabyggð árið 1905. Þar nam Guðmundur land skammt frá Mozart árið 1907. Sigríður var dóttir Lárusar Gunnarssonar og Önnu Helgadóttur. Anna fór ekkja vestur árið 1887 en Sigríður árið áður. Þær settust að í Garðarbyggð í N. Dakota.
