ID: 19195
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Guðmundur Einarsson fæddist í Árnessýslu.
Maki: Ingibjörg Friðleifsdóttir f. 1875 í Árnessýslu.
Börn: 1. Haraldur 2. Sigríður Júlía 3. Friðsemd Ásta 4. Einar Hannes 5. Guðrún Isabella 6. Ingimundur Móses. Ólu upp stjúpson, Haraldur hét sá.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1901. Dvöldu fyrst í Brandon en fóru þaðan vestur til Vancouver og voru þar í tvö ár en fluttu þá til Winnipeg. Eftir ársdvöl þar fluttu þau í Vatnabyggð í Saskatchewan og námu þar land. Það var í Foam Lake byggð. Þau fluttu vestur til Point Roberts árið 1913. Ingibjörg var systir bræðranna Jóns og Halldórs sem báðir bjuggu í Foam Lake byggð á sama tíma..
