Guðmundur Bergþórsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 5. mars, 1844. Dáinn 10. maí, 1924 í Winnipeg.
Maki: Margrét Aradóttir f. 1847 í V. Skaftafellssýslu, d. 1921-22 á Gimli.
Börn: 1. Kristján Guðmundur f. 22. júní, 1876 2. Halldóra Guðný f. 1878 3. Elín f. 10. júní, 1882 4. Ari f. 8. desember, 1886 í Mikley.
Guðmundur fór frá Sauðárkrók vestur til Manitoba árið 1884 og fór með fjölskyldu sína í Fljótsbyggð. Ári síðar færðu þau sig út í Mikley en bjuggu þar stutt því þau voru komin aftur í Fljótsbyggð árið 1886 og ári síðar settust þau að í Selkirk. Áfram hélt leitin að draumastaðnum því á næstu árum voru þau í Brandon, Baldur og sennilega líka í Geysirbyggð. Þaðan fóru þau svo til Winnipeg og voru þar til ársins 1903 em það ár fluttu þau til Vancouver þar sem sonur þeirra Kristján hafði hreiðrað um sig og sína fjölskyldu. Þar voru þau 2-3 ár, fóru þá til baka til Winnipeg þar sem þau bjuggu til 1915 en þá fóru þau á Betel í Gimli.
