Guðmundur Eyjólfsson fæddist í Húnavatnssýslu 15. ágúst, 1862. Dáinn í Lynnwood í Kalifornía 20. mars, 1955, grafinn í Spanish Fork. James E. Jameson í Utah.
Maki: 1883 Ingibjörg Margrét Jónatansdóttir f. 20. apríl, 1857 í Húnavatnssýslu, d. 18. janúar, 1955 í Kalifornía, grafin í Spanish Fork. Inga Jameson vestra.
Börn: 1. Jónatan Tony f. 1884, d. 1950 2. Ellen f. 1886, d. 1950 3. Albert f. 1888, d. 1917 4. Walter Rosamund f. 1891, d. 1917 5. Paul Vidalin f. 1898.
Þau fluttu vestur til Bandaríkjanna árið 1883, voru gefin saman í hjónaband á leiðinni yfir hafið. Fóru fyrst til Pembina í N. Dakota, þaðan til Helena í Montana og loks til Spanish Fork. Guðmundur vann við húsbyggingar en þegar hann hætti störfum fluttu þau yil Kalifornía en þar var þá sonur þeirra Paul starfandi læknir.
