Guðmundur L Dalsted

ID: 20569
Fæðingarár : 1915

Guðmundur L Dalsted Mynd VÍÆ III

Guðmundur Leonard Dalsted fæddist í Svold í N. Dakota 5. maí, 1915.

Maki: Af þýskum ættum. Nafn vantar.

Börn: 1. Elizabeth, upplýsingar vantar um hana svo og önnur tvö börn Guðmundar.

Guðmundur var sonur Jóhanns Ólafs Bjarnasonar Dalsted og Önnu Kristínu Guðmundsdóttur í N. Dakota. Hann ólst upp í íslenskri byggð í N. Dakota, stundaði framhaldsnám við Columbia University í New York, gekk í sjóherinn 1942 og ári síðar var hann við sérnám í höfuðborginni Washington sem leiddi til þess að hann var sendur til Íslands árið 1943. Þar starfaði hann í Camp Knox í Reykjavík í leyniþjónustu sjóhersins. Heimkominn vann hann lengi hjá Farmers Home Administration í höfuðborginni. Þessi stofnun útvegar bændum lán til framkvæmda á sínu landi.