Guðmundur Marteinsson

ID: 14892
Fæðingarár : 1841
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1921

Guðmundur Marteinsson fæddist í S.Múlasýslu 4. nóvember, 1841. Dáinn í Nýja Íslandi árið 1921. Martin vestra.

Maki: 1) Jóhanna Guðmundsdóttir d. 1867 2) Kristín Gunnlaugsdóttir f. 12. október, 1843, d. 17. apríl, 1897 í Nýja Íslandi. 3) 1899 Lilja Ingibjörg Helgadóttir f. í Skagafjarðarsýslu, d. í Winnipeg árið 1925.

Börn: Með Jóhönnu 1. Jóhanna f. 8. ágúst, 1867. Með Kristínu: 1. Helga f. 1869 2. Marteinn f. 1873 3. Gunnlaugur f. 1875 4. Björg f. 1877, dó á leiðinni vestur, grafin í Quebec 5. Jón f. 1878, d. 22. september, 1878 í Nýja Íslandi 6. Einar f. 1880 7. Antoníus f. 8. febrúar, 1882 8. Sigrún f. 1885 9. Kristborg f. 1887. Með Lilju 1. Jón Edwin f. 1900 2. Guðlaug f. 1901, dó strax eftir fæðingu 3. Helgi Daníel f. 1904.

Guðmundur og Kristín fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1878 og þaðan áfram í Nýja Ísland. Þau settust að í Fljótsbyggð. Lilja flutti til Winnipeg með Helga syni sínum árið 1922.