ID: 8912
Fæðingarár : 1887
Guðmundur Sigurðsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 8. nóvember, 1887.
Ókvæntur og barnlaus.
Guðmundur var sonur Sigurðar Stefánssonar og Jósefínu Guðmundsdóttur sem vestur fluttu árið 1890. Guðmundur flutti með þeim og fór fjölskyldan fyrst til Garðar í N. Dakota. Árið 1899 fluttu þau norður til Winnipegosis í Manitoba og sex árum síðar, 1905, til Vatnabyggða í Saskatchewan. Þau námu land í Kristnesi sama ár þar og hófu búskap. Þar ólst Guðmundur upp og vann með föður sínum um árabil. Þegar Sigurður lést, 1929, tók Guðmundur við búskapnum og bjó þar eftir það.