Guðný Einarsdóttir fæddist 1. september, 1899 í Lundar í Manitoba.
Maki: 5. júní, 1929 Kjartan Kristinsson fæddist 4. febrúar, 1898 í Winnipeg, Manitoba. Goodman vestra.
Barnlaus
Guðný var dóttir Einars Guðmundssonar Goodman og Þórstínu Þorsteinsdóttur sem fluttu vestur til Minnesota árið 1890 og þaðan í Mary Hill sveit nærri Lundar. Kjartan var sonur Kristins Guðmundssonar og Sigurbjörgu Jónsdóttur í Borgarfjarðarsýslu. Þau fluttu vestur árið 1887 og bjuggu í Winnipeg alla tíð. Kjartan ólst upp hjá foreldrum sínum í Winnipeg og þar lærði hann prentiðn. Gekk í kanadíska herinn og fór til Evrópu árið 1915 í Fyrri heimstyrjöldinni. Hann særðist illa ári síðar og var sendur heim til Kanada. Vann sem prentari í Winnipeg til ársins 1929, flutti þá til Lundar.
