Guðný Jóhannesdóttir

ID: 4110
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1904

Guðný Jóhannesdóttir fæddist í Dalasýslu 11. september, 1862. Dáin í Manitoba 3. mars, 1904.

Maki: Páll Kristjánsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1858. Kjærnested eða Kernested vestra. Dáinn í Narrows byggð 14. febrúar, 1932.

Börn:  1. Karl  Kristján 2. Gustav Adolph 3. Vilhelm Axel 4. Jóhannes f. 27. September, 1895 5. Þorbjörg Sesselja 6. Þórdís.

Guðný flutti vestur til Manitoba árið 1883. Páll flutti vestur með konu og ungan son til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og settist að í Nýja Íslandi. Þaðan lá leiðin suður til N. Dakota þar sem kona hans og sonur létust. Páll og Guðný fluttu í Lundarbyggð í Manitoba árið 1889 og þaðan norður í Narrowsbyggð árið 1892.