
Guðný Sigbjörnsdóttir Mynd Almanak 1947
Guðný Sigbjörnsdóttir fæddist í S. Múlasýslu árið 1871. Dáin í Minnesota 3. maí, 1946.
Maki: 26. maí, 1906 Jóhann Arngrímur Vigfússon f. í N. Múlasýslu 5. apríl, 1862, d. í Minneota í Minnesota 8. júlí, 1950. Josefson vestra.
Börn: 1. Þórdís Sigríður Elísabet f. 23. apríl 1907 2. Ísafold Sigurbjörg f. 26. nóvember, 1908 3. Guðný Matthildur f. 1909, d. 29. desember, 1912 4. Jóhanna Guðný Halldóra f. 12. október, 1910, d. 15. mars, 1915 5. Jónína Helga f. 2. október, 1912 6. Joseph Axel f. 5. mars, 1915 7. Leifur H. f. 29. maí, 1917.
Guðný var dóttir Sigbjörns Sigurðssonar og Steinunnar Magnúsdóttur og fór með þeim vestur til Minnesota árið 1878. Jóhann flutti vestur árið 1878 með frænda sínum og fóstra, Jósef Jósefssyni og bjó hjá honum í Minnesota þótt foreldrar hans, Vigfús Jósefsson og Sigurborg Hjálmarsdóttir færu vestur þangað sama ár. Bjó Vigfús í Limestone hreppi en Jósef nam land í Westerheim hreppi. Jóhann varð dugandi bóndi, efnaðist vel og sinnti samfélaginu á ýmsa vegu.
