Guðný Þorkelsdóttir fæddist 30. júní, 1854 í N. Múlasýslu. Dáin 7. september, 1922 í Minnesota.
Maki: Þorsteinn Þorsteinsson fæddist í S. Múlasýslu 7. janúar, 1849. Dáinn í Minnesota árið 1924.
Börn: 1. Þorsteinn f. 1876, d. 19. ágúst, 1878 2. Magnús Vilhelm f. 1878, d. 2. apríl, 1979 3. Katrín (Katherine) f. 22. mars, 1881 4. Þorsteinn Magnús (Mike) f. 8. apríl, 1882 5. Kristrún María f. 29. desember, 1886 6. Halldóra (Dora) f. 16. desember, 1889 7. Guðjón (John) f. 26. desember, 1892 8. Elmer Stefan f. 28. júní, 1895 9. Kristján Oliver f. 19. janúar, 1898.
Þau fluttu vestur til Minnesota árið 1877 og voru frumbyggjar í Lyon sýslu, skammt frá Minneota. Árið 1912 seldu þau landið og fluttu norður til Roseau í Minnesota þar sem þau bjuggu í þrjú ár. Fóru þá þaðan til Minneota. Móðir Guðnýjar, Katrín Jónsdóttirt fór vestur með þeim.
