Guðríður Guðmundsdóttir

ID: 19043
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1944

Guðríður Guðmundsdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu 17. júlí, 1867. Dáinn í Calgary árið 1944. Hansen vestra.

Maki: Magnús Magnússon f. 1866 í Mýrasýslu, þau skildu um 1910.

Börn: Með Elías Hansen, færeyskum sjómanni sem drukknaði á Íslandsmiðum um aldamótin 1. Jakob Vilhelm f. 1895, fór ekki vestur 2. Þórunn Jónína f. 12. febrúar, 1897, fór ekki vestur. Með Magnúsi: 1. Guðrún Magnea f. 23. mars, 1901 2. María f. 9. júlí, 1902 3. Tyrfingur (Ingi) f. 1. október, 1906.

Guðríður fór vestur til Winnipeg í Manitoba 1912/13 með Maríu, dóttur sína. Hún fékk vinnu í borginni og gat sent pendinga til Íslands til að fá börnin, Guðrúnu og Tyrfing til sín vestra. Þau fluttu til Selkirk þar sem börnin hófu skólagöngu. Þar ákvað Guðríður að taka upp nafnið Hansen fyrir sig og börnin. Um 1917 eru þau flutt til Riverton og bjuggu þar til ársins 1935 en þá fluttu Tyrfingur og María vestur til Calgary í Alberta og kaus Guðríður að fylgja þeim.