Guðrún Arnfinnsdóttir

ID: 3658
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1915

Guðrún Arnfinnsdóttir fæddist í Snæfellsnessýslu árið 1862. Dáin í Victoria 8. maí, 1915.

Maki: 19. maí, 1888 Ólafur Jónsson f. í Dalasýslu 2. október, 1863, d. í Victoria í Bresku Kólumbíu 10. janúar, 1941. Oliver Johnson vestra.

Börn: 1. Jón Valdimar f. 4. ágúst, 1889, d. 21. mars, 1963 2. Björn Ingimar f. 10. desember, 1890, d. 12. janúar, 1964 3. Lilian f. 16. janúar, 1893, d. 11. mars, 1969 4. Anna Dagmar f. 6. maí, 1894.

Guðrún fór til Vesturheims árið 1886 en systkini hennar, þau Björn og Elísabet fóru vestur árið 1883. Guðrún mun hafa farið til Victoria fljótlega eftir komuna vestur. Ólafur fór vestur til Winnipeg árið 1881 og bjó þar í tvö ár en flutti svo vestur að Kyrrahafi og settist að í Victoria á Vancouvereyju. Bjó þar alla tíð.