Guðrún Eiríksdóttir

ID: 3276
Fæðingarár : 1889

Guðrún Eiríksdóttir Mynd VÍÆ I

Guðrún Eiríksdóttir fæddist í Mýrasýslu 14. júlí, 1889.

Maki: 9. maí, 1937 Ásmundur Pétur Jóhannsson f. í Húnavatnssýslu 6. júlí, 1975, d. 23. október, 1953.

Barnlaus.

Guðrún flutti til Vesturheims árið 1890 með foreldrum sínum, Eiríki Eiríkssyni og Guðlaugu Helgadóttur. Fjölskyldan settist að í Winnipeg og þar bjó Guðrún lengstum. Hún lauk þar miðskólanámi og þá tók við nám í Success Business College árið 1890. Hún flutti í Arborg og vann þar verslunarstörf í sjö ár. Sneri þá aftur til Winnipeg og fór í hjúkrunarnám í Grace Hospital árið 1918-19. Þá tók þar við gjaldkerastarf hjá Eaton´s í eitt ár en vann síðan við hjúkrun víða í Kanada til ársins 1936.