Guðrún Guðmundsdóttir

ID: 17219
Fæðingarár : 1889
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1974

Guðrún Guðmundsdóttir VÍÆ IV

Guðrún Guðmundsdóttir fædd í Reykjavík 5. júní, 1889. Dáin árið 1974. Arnason vestra áður en hún giftist.

Maki: 22. júní, 1908 Skúli Sigfússon f. 1. október, 1870 í S. Múlasýslu. Dáinn í Lundarbyggð árið 1969.

Börn: 1. Arthur f. 14. maí, 1909 2. María f. 18. ágúst, 1910 3. Sveinn f. 15. júlí, 1912 4. Skúli Albert f. 16. júní, 1915 5. Sigurður Jón f. 17. júlí, 1916 6. Ólöf f. 15. maí, 1919 7. Thomas f. 22. mars, 1928.

Skúli flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systur árið 1887. Jón, bróðir hans, tók á móti þeim í bænum og fór með þau á bæ sinn í Lundarbyggð. Þar bjó Skúli alla tíð. Guðrún var dóttir Guðmundar Bjarnasonar frá Efstadal í Laugardal og Margrétar Jónsdóttur ættuð úr Húnavatnssýslu. Margrét giftist seinna Arnóri Árnasyni  sem vestur fór árið 1887 og bjó í Chicago. Guðrún bar eftir það föðurnafn hans vestra.  Skúli vann hin ýmsu verk fyrstu árin sín í Lundarbyggð, mest hjá Jóni bróður sínum. Hann nam land árið 1896 suðvestur af Lundar með móður sinni.