Guðrún J Bjerring

ID: 16487
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1920

Guðrún Jóhanna Bjerring Mynd VÍÆ III

Guðrún Jóhanna Bjerring fæddist í Winnipeg 16. mars, 1920.

Maki: Morten Parker, kanadískur uppruni.

Börn: 1. Julie Sigrid f. 1953 2. Martha Rebecca f. 1957.

Guðrún var dóttir Sigtryggs Ó. Bjerring og Sigríðar Jónsdóttur í Winnipeg, Hún lauk þar grunnskólanámi og B. A. prófi frá Manitobaháskóla. Vann fyrst sem fréttaritari dagblaðsins Winnipeg Free Press en seinna hjá National Film Board of Canada. Þar hafði hún umsjón (Director of Educational Visuals) með gerð kennslukvikmynda. Maður hennar menntaðist í Manitobaháskóla og vann sömuleiðis hjá National Film Board.