Guðrún Magnúsdóttir

ID: 13667
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1929

Guðrún Sesselja Magnúsdóttir fæddist 4. ágúst, 1858 í N. Múlasýslu. Dáin 5. mars, 1929 í Roseau sýslu í Minnesota.

Maki: Jón Magnússon f. 25. desember, 1861 í S. Múlasýslu, d. 16. janúar, 1937 í Hibbing í Minnesota.

Börn: 1. Bergheiður (Bertha) f. 29. ágúst, 1889 2. Magnús Björgvin f. 5. maí, 1893 3. Guðmundur Aðalsteinn f. 1896 4. Magnús William f. 1898.

Jón og Guðrún fluttu vestur árið 1889 á sama skipi og fóru til Winnipeg. Jón vann einhvern tíma í Mountain í N. Dakota en árið 1893 setjast þau að í Roseau sýslu í Minnesota, með fyrstu, íslensku landnemum á því svæði. Nam Jón land í Pohlitz hreppi og hóf þar búskap. Þar bjuggu þau alla tíð.