Guðrún Pálsdóttir

ID: 5619
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1950

Guðrún Pálsdóttir fæddist 21. febrúar, 1866 í Húnavatnssýslu. Dáin 19. október, 1950 í Lyon sýslu í Minnesota.*

Maki: Kjartan Friðrik Eðvarðsson f. í S. Múlasýslu 25. júní, 1870, d. í Yellow Medicine sýslu í Minnesota 4. september, 1967.

Börn: 1. Isabella Rose f. 1898, d. 1939 2. Christel Cecelia f. 10. nóvember, 1899 3. Pauline Leonora f. 14. mars, 1901, d. 26. ágúst, 1908 4. Clarence Ferdinand f. 1902, d. 3. ágúst, 1955 5. Estella Olivia f. 21. desember, 1903 6. Edward Lárus f. 22. desember, 1905, d. 23. desember, 1909. Fóstursonur Thomas Lundy.

Kjartan flutti vestur árið 1878 til Minnesota með foreldrum sínum, Eðvarð Þorleifssyni og Sesselju Jónsdóttur. Þau settust að í Yellow Medecine sýslu. Þar bjuggu Kjartan og Guðrún.

*Heimild í Minnesota segir konu Kjartans hafa verið Gudrun Paulson frá Duluth. Engar aðrar upplýsingar fylgja en heimildarmaður veltir því fyrir sér hvort þessu Guðrún sé sú sem fór frá Tjörn í Þverárhreppi í Húnavatnssýslu vestur um haf til Kanada árið 1887. Sú var þá 22 ára sem stemmir nánast við fæðingarár Guðrúnar Paulson. Þá er spurt hvort hún geti hafa verið systir Solveigar og Jórunnar Pálsdætra sem fóru sama ár með föður sínum, Páli Snæbjarnarsyni vestur til Kanada frá Böðvarshólum í Þverárhreppi. Þetta er því birt með fyrirvara.