
Jóhann og Guðrún á Grund í Fljótsbyggð 1891. Mynd Best & Co, Winnipeg. Courtesy of IRS
Guðrún Pálsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 14. apríl, 1863. Dáin í Manitoba 8. apríl, 1937.
Maki: 10. desember, 1881 Jóhann Ólafsson Briem f. 7. desember, 1845 í Eyjafjarðarsýslu, d. í Fljótsbyggð 3. júlí, 1938.
Börn: 1. Veighildur Mabel f. 1883 2. Valdheiður Laura f. 1885 3. Páll Marino f. 1886 4. Valgerður Helen f. 1888 5. Sigtryggur Hafsteinn f. 1892 6. Ólafur Eggert f. 1904.
Guðrún fór vestur til Nýja Íslands árið 1876 með foreldrum sínum, Páli Péturssyni og Margréti Magnúsdóttur. Jóhann flutti vestur um haf sama ár og settist að í Fljótsbyggð. Hann kom mikið við sögu á fyrstu árum Nýja Íslands, tók að sér mikilvæg verkefni fyrir nýlendustjórnina og skrifaði mikið í Framfara. Þar bjuggu þau Jóhann og Guðrún lengstum, fluttu reyndar árið 1892 úr Nýja Íslandi og settust að í Argylebyggð en ekki var dvölin þar löng því þau fluttu þaðan ári síðar aftur í Fljótsbyggð.
