Guðrún Þorbergsdóttir (Fjeldsted) fæddist árið 1875 í Hnappadalssýslu. Dáin 10. ágúst, 1942.
Maki: Jón Eggertsson fæddist í Mýrasýslu 20. ágúst, 1865. Dáinn 12. febrúar, 1932 í Manitoba.
Börn: 1. Ingiríður 2. Helga 3. Lilja 4. Eggert 5. Kristín 6. Lára.
Guðrún fór vestur til Winnipeg með foreldrum sínum Þorbergi Fjelsted og Helgu Guðmundsdóttur árið 1887. Jón fór vestur þangað sama ár með foreldrum sínum, Eggerti Jónssyni og Sigríði Eggertsdóttur. Jón var með þeim í Nýja Íslandi, Winnipeg í sex ár og seinna í Narrows. Þegar faðir hans lést þar 1897 fór hann að svipast um eftir betra landi og 1899 flutti hann í Árdalsbyggð. Hann nam land þar árið 1900 þar sem hann bjó til ársins 1906 en þá flutti hann til Winnipeg. Hann bjó þar í tólf ár en flutti þá aftur á land sitt í Álftárdalsbyggð og bjó þar síðan.
