ID: 14092
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1888
Guðrún Þorkelsdóttir Scheving fæddist í S. Múlasýslu árið 1861. Dáin árið 1888 í N. Dakota.
Maki: Pétur Sigurðsson f. í Dalasýslu 7. júní, 1863, d. 15. september, 1940. Jacobson vestra.
Börn: 1. Páll f. í Pembina 6. nóvember, 1883, d. 21. maí, 1933 2. Ólöf Sigurrós (Rosa).
Guðrún fór vestur árið 1876 með móður sinni, Ólöfu Einarsdóttur og stjúpföður, Einari Bjarnasyni. Þau voru fyrst í Nýja Íslandi en fluttu þaðan til N. Dakota. Pétur fór vestur með foreldrum sínum, Sigurði Jakobssyni og Sigríði Teitsdóttur til Ontario í Kanada árið 1873 og bjuggu þau í Collingwood út við Georgian flóa. Þaðan lá leiðin til Nýja Íslands árið 1875 og bjuggu þar til ársins 1879 en þá fluttu þau til N. Dakota.
