Gunnlaugur Sigurðsson fæddist 10. september, 1860 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn 20. maí, 1929 í Alberta.
Maki: Margrét Jónsdóttir, upplýsingar vantar.
Börn: upplýsingar vantar.
Gunnlaugur fór vestur til Kanada árið 1887 og fór til Brandon í Manitoba. Var þar út árið og fór þaðan til Winnipeg. Dvölin þar var stutt, hann fór vestur að Kyrrahafi og var í Vancouver einhvern tíma. Árið 1889 fór hann austur til Calgary og ári síðar í íslensku byggðina við Markerville og settist að á landi suður af þorpinu. Hann reisti þar hús og bjó þar næstu þrjú árin. Þá yfirgaf hann byggðina, settist að í Calgary þar sem hann var til ársins 1902. Enn hélt leitin að dramustaðnum áfram því hann flutti nú vestur til Ballard í Washingon en ekki fann hann sig þar, enn fer hann aftur til Calgary árið 1904 og bjó þar til ársins 1908. Þessari 20 ára leit lauk þá með því að hann nam land skammt frá Red Deer bænum, byggði þar hús og þar eftir það. Engar sögur fara af Margréti vestra eða barneignum.
