ID: 20158
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1895

Gustav Sivertz Mynd VÍÆ IV
Gustav Sivertz fæddist í Victoria á Vancouver-eyju 29. júlí, 1895.
Maki: Marjorie Dunn.
Börn: 1. Eleanor Mary f. 1924 2. Henry George.
Gustav var sonur Kristjáns Sigurgeirssonar Sivertz og Elinborgar S Samúelsdóttur í Victoria. Hann gekk í kanadíska herinn 7. júlí, 1916 og barðist í Frakklandi. Hann var skógarvörður fylkisstjórnarinnar í Bresku Kólumbíu eftir stríð, fór svo í framhaldsnám, lærði sjónmælingar og vann við þær í mörg ár. Barðist í seinni heimstyrjöldinni 1941-1945, eftir það blaðamaður hjá dagblaðinu News Herald í Vancouver.