Halldór B Ólafsson

ID: 19467
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890
Fæðingarstaður : Cavalier

Halldór Benedikt Ólafsson fæddist í Cavalier í N. Dakota árið 1890.

Maki: 1927 Kristbjörg Árnadóttir f. í Brownbyggð, d. árið 1968 í Brownbyggð.

Börn: 1. Ellis Lorne 2. Doreen 3. Evelyn.

Halldór var sonur Ólafs Árnasonar og Ragnheiðar Ósk Sigurðardóttur sem vestur fluttu árið 1887. Hann kom með þeim í Brownbyggð árið 1899 þar sem hann ólst upp. Gekk í kanadíska herinn 1918 og var sendur til Englands. Sneri aftur ári síðar og keypti land í Brownbyggð. Árið 1924 brá hann búi og fór til Chicago þar sem hann vann hjá Forð bílaverksmiðju til ársins 1927. Kom þá til baka og settist á land sitt þar sem hann bjó alla tíð. Kristbjörg var dóttir Árna Helgasonar og konu hans.