Halldór Halldórsson fæddist í Húnavatnssýslu 6. október, 1878. Dáinn í Manitoba 7. febrúar, 1917.
Maki: Margrét Þórhildur Hávarðsdóttir f. 6. apríl, 1884 í S. Múlasýslu.
Börn: 1. Helga 2. Frímann 3. Guðrún 4. Sesselja f. í Westbourne í Manitoba 30. október, 1913 5. Björg.
Halldór fór vestur um haf árið 1889 með föður sínum, Halldóri Jónssyni. Móðir hans, Arnbjörg Jónsdóttir fór til Vesturheims 2 árum fyrr með flest börn þeirra. Margrét Þórhildur fór vestur til Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum, Hávarði Guðmundssyni og Helgu Jónsdóttur. Halldór fór með foreldrum sínum norður til Hayland í Manitoba og sama gerði Margrét Þórhildur með sínum. Þar gengu þau í hjónaband og hófu búskap. Fluttu seinna til Westbourne sem er suðvestur af Manitobavatni.
