Halldór J Eggertsson

ID: 3984
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1918

Halldór Jón Eggertsson fæddist í Mýrasýslu 20. september, 1878. Dáinn í Manitoba 15. febrúar, 1918.

Maki: Ingibjörg Árnadóttir f. í Manitoba 25. september, 1885.

Börn: 1. Halldór Árni 2. Guðrún Sigríður 3. Margrét May 4. Sigríður Edwina.

Halldór flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum, Eggerti Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur og systkinum. Þau voru fyrst í Nýja Íslandi, síðan sex ár í Winnipeg og þaðan til Narrows við Manitobavatn. Ingibjörg var dóttir Árna Sveinssonar of Guðrúnar H Jónsdóttur frá Fáskrúðsfirði sem vestur fluttu árið 1876.