Halldóra I Jónsdóttir

ID: 18435
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1893

Halldóra I Jónsdóttir Mynd VÍÆ III

Halldóra Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum 27. nóvember, 1893.

Maki: 8. júní, 1913 Einvarður Breckman f. 9. febrúar, 1889, d. 4. júlí, 1948.

Börn: 1. John Edward f. 17. apríl, 1914, d. 11. september, 1922. 2. Dóra Geraldine f. 21. september, 1915 3. Gordon Douglas f. 10. júlí, 1921 4. Jón Edward f. 13. nóvember, 1923.

Halldóra var dóttir Jóns Einarssonar og Hallbjargar Halldórsdóttur í Lundar í Manitoba. Jón og Hallbjörg fluttu yil New York árið 1887 en 1897 fóru þau vestur til Winnipeg og árið 1900 til Lundar. Þar ólst Halldóra upp og ung vakti hún athygli fyrir vandaða handavinnu. Hún tók mikinn þátt í samfélagsmálum, ritari garðyrkjufélags og formaður kvenfélags. Þá starfaði hún bæði í kvenfélagi lúthersku kirkjunnar í Lundar og seinn í kvenfélagi íslensku kirkjunnar í Winnipeg þegar hún flutti þangað. Einvarður var sonur Þórarins Guðlaugssonar, bónda í Lundar og konu hans.